Tryggvi Snær með Íslandi á Smáþjóðaleikunum

Tryggvi Snær Hlinason. Mynd: Vísir

Þórsarar eiga einn fulltrúa í landsliði Íslands í körfubolta sem fer á Smáþjóðaleikana í San Marínó dag­ana 30. maí til 3. júní næstkomandi.

Miðherjinn stóri og stæðilegi, Tryggvi Snær Hlinason, er í 12 manna hópi Íslands og er einn þriggja sem eiga A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en mótið verður nýtt til að skoða yngri leik­menn og prófa nokkra af þeim sem eru að fara á loka­mót U20 landsliða í sum­ar í bland við aðra unga leik­menn.

Landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum

Emil Kar­el Ein­ars­son – Þór Þor­láks­höfn
Gunn­ar Ólafs­son – St. Franc­is, USA (Keflavík)
Jón Axel Guðmunds­son – Dav­idson, USA (Grindavík)
Kári Jóns­son – Drexler, USA (Haukar)
Krist­inn Páls­son – Mar­ist, USA
Kristó­fer Acox – KR
Maciej Bag­in­skij – Þór Þor­láks­höfn
Matth­ías Orri Sig­urðar­son – ÍR
Ólaf­ur Ólafs­son – Grinda­vík
Pét­ur Rún­ar Birg­is­son – Tinda­stóll
Tryggvi Snær Hlina­son – Þór Ak­ur­eyri
Þórir G. Þor­bjarn­ars­son – KR

Sjá einnig

Tryggvi Snær spilar ekki fyrir annað íslenskt lið en Þór næstu þrjú árin

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó