Þórsarar eiga einn fulltrúa í landsliði Íslands í körfubolta sem fer á Smáþjóðaleikana í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní næstkomandi.
Miðherjinn stóri og stæðilegi, Tryggvi Snær Hlinason, er í 12 manna hópi Íslands og er einn þriggja sem eiga A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en mótið verður nýtt til að skoða yngri leikmenn og prófa nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar í bland við aðra unga leikmenn.
Landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum
Emil Karel Einarsson – Þór Þorlákshöfn
Gunnar Ólafsson – St. Francis, USA (Keflavík)
Jón Axel Guðmundsson – Davidson, USA (Grindavík)
Kári Jónsson – Drexler, USA (Haukar)
Kristinn Pálsson – Marist, USA
Kristófer Acox – KR
Maciej Baginskij – Þór Þorlákshöfn
Matthías Orri Sigurðarson – ÍR
Ólafur Ólafsson – Grindavík
Pétur Rúnar Birgisson – Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri
Þórir G. Þorbjarnarsson – KR
Sjá einnig
Tryggvi Snær spilar ekki fyrir annað íslenskt lið en Þór næstu þrjú árin
UMMÆLI