Tryggvi Snær í lokahóp fyrir æfingamót

Tryggvi Snær Hlinason

Íslenska karla­landsliðið í körfu­bolta tekur þátt í æfingamóti í Rússlandi sem hluta af undirbúningi fyrir Evrópumótið í haust. Liðið heldur til Rússlands í dag en þar mun liðið mæta Þýskalandi og Ungverjalandi ásamt heimamönnum. Hópurinn sem fer til Rússlands er nánast sá sami og tók þátt í æfingaleikjum gegn Belgí í síðasta mánuði en þó hafa 4 leikmenn verið teknir úr hópnum.

Miðherjinn stóri og stæðilegi Tryggvi Snær Hlinason er í hópnum en Tryggvi spilaði mjög vel á Evrópumóti undir 20 ára og var valinn í úrvalslið mótsins þar. Tryggvi hefur verið að vekja mikla athygli og er kominn á radarinn hjá ýmsum liðum í NBA deild Bandaríkjanna. Tryggvi gerði samning við Spánarmeistara Valencia í vor eftir frábært tímabil með Þór Akureyri í Dominos deildinni.

Leik­manna­hóp­ur­inn sem ferðast til Rúss­lands:
Mart­in Her­manns­son – Chalon-Reims
Ægir Þór Stein­ars­son – San Pablo
Kristó­fer Acox – KR
Hlyn­ur Bær­ings­son – Stjarn­an
Jón Arn­ór Stef­áns­son – KR
Elv­ar Már Friðriks­son – Barry Há­skól­inn í Banda­ríkj­un­um
Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son – Tinda­stóll
Hörður Axel Vil­hjálms­son – Ast­ana
Logi Gunn­ars­son – Njarðvík
Pavel Ermol­in­skij – KR
Ólaf­ur Ólafs­son – Grinda­vík
Hauk­ur Helgi Páls­son – Cholet
Tryggvi Snær Hlina­son – Valencia
Brynj­ar Þór Björns­son – KR

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó