Tryggvi Snær á leið í nýliðaval NBA

Tryggvi Snær Hlinason, framherji Valencia á Spáni, mun skrá sig í nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer 21. júní, en þetta segir Jonathan Givony hjá ESPN.

Bárðdælingurinn stóri sló rækilega í gegn með íslenska U 20 ára landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar þar sem hann skoraði að meðaltali 16,1 stig og tók 11,6 fráköst í leik. Tryggvi var svo í kjölfarið keyptur til Spænska stórliðsins Valencia þar sem hann hefur leikið í vetur.

Gaman verður að sjá hvernig þessi mál þróast hjá Tryggva Snæ en NBA deildin er álitin sú lang sterkasta í heiminum í dag.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó