Tryggvi Snær fór á kostum gegn Finnum – Myndband

Tryggvi Snær Hlinason besti leikmaður Þórs tímabilið 2016-2017 ásamt Benedikt Guðmundssyni, fyrrverandi þjálfara Þórs
Mynd:thorsport.is

Nýjasti atvinnumaður Íslands í körfubolta, miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason, fagnaði nýjum samningi sínum við spænska stórliðið Valencia með stórleik þegar U20 ára landslið Íslands tryggði sér sigur á æfingamóti sem fram fór í Laugardalshöllinni í vikunni sem er að líða.

Sjá einnig: Tryggvi Snær yfirgefur Þór

Tryggvi Snær skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann spilaði og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands sem vann öruggan sigur á Finnum og tryggði sér þar með fyrsta sætið á þessu fjögurra liða æfingamóti.

Allir leikir Íslands voru sýndir í beinni útsendingu á netsjónvarpsstöðinni SportTV sem hefur nú klippt saman myndband með helstu tilþrifum Tryggva í leiknum. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig

Tryggvi Snær allt í öllu á Smáþjóðaleikunum – Myndband

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó