Tryggvi Snær Hlinason semur við Zaragoza á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason semur við Zaragoza á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason sem hefur leikið með Valencia á Spáni undanfarið, ásamt á láni hjá Obradorio, hefur skipt um lið í spænsku deildinni og leikur í vetur með Zaragoza.

Zaragoza endaði í sjötta sæti í spænsku deildarkeppninni á síðustu leiktíð og komst alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þá mun liðið einnig leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Fróðlegt verður að fylgjast með Tryggva í vetur en Jón Arnór Stefánsson lék einnig með liði Zaragoza árin 2011-2014 og Tryggvi því ekki fyrsti Íslendingurinn til að leika með liðinu.

UMMÆLI