Tryggvi Snær allt í öllu á Smáþjóðaleikunum – Myndband

Tryggvi Snær Hlinason besti leikmaður Þórs tímabilið 2016-2017 ásamt Benedikt Guðmundssyni, fyrrverandi þjálfara Þórs
Mynd:thorsport.is

Íslenska landsliðið í körfubolta átti ekki í neinum vandræðum með San Marínó í öðrum leik liðsins á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í San Marínó þessa dagana. Lokatölur 95-53 fyrir Íslandi.

Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs, hefur spilað afar vel í upphafi mótsins en hann hlóð í tvennu í dag, skoraði 15 stig og tók 10 fráköst og var þar af leiðandi stigahæsti leikmaður Íslands í leiknum.

Tryggvi var líka með tvennu og stigahæsti leikmaður Íslands í opnunarleiknum í gær þegar Ísland tapaði fyrir Kýpur, 57-71. Þá var Tryggvi með 13 stig og reif niður 14 fráköst. Tryggvi hlóð líka í glæsileg tilþrif þegar hann varði þriggja stiga tilraun eins Kýpverjans. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó