Tryggvi Snær í æfingahóp landsliðsins

Tryggvi Snær Hlinason

Tryggvi Snær Hlinason var valinn í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem mætir til æfinga þann 20. júlí næstkomandi. 24 leikmenn hafa verið boðaðir til æfinga.

Hópurinn verður minnkaður fljótlega niður í hóp 14 til 15 leikmanna sem æfir saman í sumar og úr honum verður endanlegt 12 manna lið valið sem heldur út til Finnlands á lokamót EM, EuroBasket 2017. Landsliðið mun undirbúa sig fyrir EM með æfingaleikjum gegn Belgíu hér heima 27. og 29. júlí og fara í tvær æfingaferðir í ágúst fyrir brottförina til Finnlands, fyrst til Rússlands og svo til Ungverjalands og Litháens í sömu ferð. Alls verða leiknir átta æfingaleikir í sumar fyrir EM.

Tryggvi Snær sló í gegn í Dominos deild karla með Þór síðasta vetur og var lykilmaður í liðinu aðeins 19 ára gamall. Frammistaða hans vakti athygli erlendis en á dögunum skrifaði Tryggvi undir samning hjá Spánarmeisturum Valencia.

Sjá einnig: 

Tryggvi Snær fór á kostum gegn Finnum – Myndband

Tryggvi Snær yfirgefur Þór

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó