Tryggvi Snær á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins

Tryggvi Snær á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins

Körfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er á meðal þeirra tíu íþróttamanna sem fengu flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2020. Samtök íþróttafréttamanna birtu í dag listann yfir tíu efstu.

Úrslitin úr kjörinu verða kynnt þriðjudagskvöldið 29. desember í beinni útsendingu RÚV. Útsendingin hefst klukkan 19:40.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tryggvi Snær er á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins en hann hefur spilað vel með liði sínu, Casademont Zaragoza, á Spáni í ár. Tryggvi hefur meðal annars átt flestar trosðlur í deildinni og hann er á meðal þeirra tuttugu sem eru með hæsta framlagið að meðaltali í leik í spænsku deildinni. Tryggvi var einnig öflugur með íslenska landsliðinu í körfubolta á árinu en samkvæmt tölfræðinni var hann besti leikmaður liðsins með 17,8 stig að meðaltali í leik og 12,3 fráköst.

Topp 10 listinn yfir íþróttafólk ársins í stafrófsröð
Anton Sveinn McKee
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðni Valur Guðnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Martin Hermannsson
Sara Björk Gunnarsdóttir
Tryggvi Snær Hlinason

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó