Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi og fótboltakonan Sandra Stephany Mayor eru íþróttafólk Akureyrarbæjar árið 2017. Úrslitin voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag.
Sandra Stephany Mayor var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Þór/KA árið 2017. Hún var valinn besti leikmaður Pepsi deildar kvenna. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum með liðinu og var markahæsti leikmaður deildarinnar. Sandra er einnig lykilmaður í Mexíkóska landsliðinu.
Tryggvi Snær var lykilmaður í úrvalsdeildarliði Þórs í körfubolta sem endaði í 8. sæti Dominos deildarinnar síðastiliðið vor. Hann tók þátt í landsliðsverkefnum bæði með A-landsliði Íslands og U20 ára landsliðinu. Með U20 ára landsliðinu keppti hann í A-deild á Evrópumótinu og var valinn í 5-liða úrvalslið keppninnar og var framlagahæstur allra leikmanna. Tryggvi hóf svo atvinnumannaferil sinn í haust með liði Valencia á Spáni en Valencia eru ríkjandi Spánarmeistarar.
Bryndís Rún Hansen var í 2. sæti í íþróttakona ársins en hún varð fjórfaldur Íslandsmeistari á árinu og vann til sex gullverðlauna á smáþjóðaleikunum í San Marínó. Viktor Samúelsson varð annar í kjöri á íþróttamanni ársins. Viktor er einn farsælasti lyftingamaður Íslands. Hann varð Íslandsmeistari á stigum fjórða árið í röð og keppti bæði á EM og HM í kraftlyftingum. Á EM vann hann til silfurverðlauna fyrir bekkpressu.
Júdófólkið Alexander Hreiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir lentu í þrjiða sæti í kjörinu. Anna Soffía var valinn júdókona ársins hjá Júdósambandi Íslands og Alexander var valinn efnilegast júdómaður landsins. Hér að neðan má sjá úrslit úr kosningunum.
Íþróttakona ársins 2017:
- Sandra Stephany Mayor 223
- Bryndís Rún Hansen 220
- Anna Soffía Víkingsdóttir 160
- Sóley Margrét Jónsdóttir 158
- Anna Rakel Pétursdóttir 133
- Eva María Karvelsdóttir 119
- Hulda B. Waage 90
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir 62
- Martha Hermannsdóttir 58
- Björk Óðinsdóttir 56
- Helena Jónsdóttir 6
Íþróttamaður ársins 2017:
- Tryggvi Snær Hlinason 288
- Viktor Samúelsson 247
- Alexander Heiðarsson 156
- Þorbergur Ingi Jónsson 119
- Orri Blöndal 113
- Ævarr Freyr Birgisson 87
- Snævar Atli Halldórsson 68
- Brynjar Leó Kristinsson 52
- Brynjar Hólm Grétarsson 51
- Viðar Bragason 48
- Björn Heiðar Rúnarsson 40
- Jón Gunnar Traustason 16
- Grétar Mar Axelsson 8
- Einar Sigurðsson 6
- Þór Þormar Pálsson 6
UMMÆLI