Tryggvi og Sandra eru íþróttafólk Akureyrar árið 2017

Íþróttakona Akureyrar 2017 Sandra Stephany Mayor/ Mynd: Þórir Tr.

Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi og fótboltakonan Sandra Stephany Mayor eru íþróttafólk Akureyrarbæjar árið 2017. Úrslitin voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag.

Sandra Stephany Mayor var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Þór/KA árið 2017. Hún var valinn besti leikmaður Pepsi deildar kvenna. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum með liðinu og var markahæsti leikmaður deildarinnar. Sandra er einnig lykilmaður í Mexíkóska landsliðinu.

Tryggvi Snær var lykilmaður í úrvalsdeildarliði Þórs í körfubolta sem endaði í 8. sæti Dominos deildarinnar síðastiliðið vor. Hann tók þátt í landsliðsverkefnum bæði með A-landsliði Íslands og U20 ára landsliðinu. Með U20 ára landsliðinu keppti hann í A-deild á Evrópumótinu og var valinn í 5-liða úrvalslið keppninnar og var framlagahæstur allra leikmanna. Tryggvi hóf svo atvinnumannaferil sinn í haust með liði Valencia á Spáni en Valencia eru ríkjandi Spánarmeistarar.

Bryndís Rún Hansen var í 2. sæti í íþróttakona ársins en hún varð fjórfaldur Íslandsmeistari á árinu og vann til sex gullverðlauna á smáþjóðaleikunum í San Marínó. Viktor Samúelsson varð annar í kjöri á íþróttamanni ársins. Viktor er einn farsælasti lyftingamaður Íslands. Hann varð Íslandsmeistari á stigum fjórða árið í röð og keppti bæði á EM og HM í kraftlyftingum. Á EM vann hann til silfurverðlauna fyrir bekkpressu.

Júdófólkið Alexander Hreiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir lentu í þrjiða sæti í kjörinu. Anna Soffía var valinn júdókona ársins hjá Júdósambandi Íslands og Alexander var valinn efnilegast júdómaður landsins. Hér að neðan má sjá úrslit úr kosningunum.

Íþróttakona ársins 2017:

  1. Sandra Stephany Mayor 223
  2. Bryndís Rún Hansen 220
  3. Anna Soffía Víkingsdóttir 160
  4. Sóley Margrét Jónsdóttir 158
  5. Anna Rakel Pétursdóttir 133
  6. Eva María Karvelsdóttir 119
  7. Hulda B. Waage 90
  8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir 62
  9. Martha Hermannsdóttir 58
  10. Björk Óðinsdóttir 56
  11. Helena Jónsdóttir 6

Íþróttamaður ársins 2017:

  1. Tryggvi Snær Hlinason 288
  2. Viktor Samúelsson 247
  3. Alexander Heiðarsson 156
  4. Þorbergur Ingi Jónsson 119
  5. Orri Blöndal 113
  6. Ævarr Freyr Birgisson 87
  7. Snævar Atli Halldórsson 68
  8. Brynjar Leó Kristinsson 52
  9. Brynjar Hólm Grétarsson 51
  10. Viðar Bragason 48
  11. Björn Heiðar Rúnarsson 40
  12. Jón Gunnar Traustason 16
  13. Grétar Mar Axelsson 8
  14. Einar Sigurðsson 6
  15. Þór Þormar Pálsson 6

Tryggvi Snær Hlinason íþróttakarl Akureyrar 2017 gat ekki verið með í dag. Systir hans tók við verðlaununum hans í dag/Mynd: Þórir Tr.

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó