Tryggvi með flotta frammistöðu í Euroleague

Tryggvi Snær í leik með Valencia

Tryggvi Snær Hlinason átti í kvöld sinn besta leik fyrir lið sitt, Valencia, í Meistaradeild Evrópu í körfubolta eða Euroleague eins og keppnin heitir gegn Maccabi Fox Tel Aviv frá Ísrael.

Tryggvi hefur verið að fá nokkrar mínútur í leikjum Valencia í Euroleague á tímabilinu en keppnin er almennt talin sú sterkasta í Evrópu.

Tryggvi átti mjög flotta innkomu í kvöld og skoraði alls 8 stig á rúmum 14 mínútum í leiknum. Hann var þá einnig með 2 varin skot, 2 fráköst og 3 fiskaðar villur.

Valencia þurfti þó að sætta sig við 94-91 tap í leiknum í kvöld sem var hnífjafn og spennandi.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó