NTC

Tryggvi mættur til Valencia

Tryggvi Snær Hlinason, körfuboltamaðurinn efnilegi, er mættur til Spánar og farinn að hefja æfingar með Valencia körfuboltaliðinu í efstu deild á Spáni. Valencia birtir mynd af Tryggva á Twitter að því tilefni í dag. Með myndinni segir að Tryggvi sé fyrstur til að mæta eftir Eurobasket.

Tryggvi skrifaði undir samning við Valencia í júní eftir frábært tímabil í Domino’s deildinni með Þór. Liðið endaði í 8. sæti deildarinnar og komst í úrslitakeppnina. Tryggvi skoraði 11 stig og tók 8 fráköst að meðaltali síðasta vetur.

Tryggvi fetar í fótspor Jóns Arnórs Stefánssonar, eins besta körfuboltamanns í sögu Íslands, með því að skrifa undir samning hjá Valencia en Jón Arnór spilaði þar sitt síðasta ár í atvinnumennsku ásamt því að hafa spilað þar veturinn 2006-2007.

Tryggvi átti fína innkomu á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu í Helsinki með rúmlega 4 stig og um 3 fráköst á aðeins 11 mínútum. Tryggvi var einnig drjúgur í varnarleik liðsins með varið skot og breyttir ótal fleirum auk þess að stela 3 boltum í keppninni.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó