NTC

Tryggvi Hlinason til Toronto Raptors

Tryggvi Hlinason til Toronto Raptors

Tryggvi Snær Hlinason var á dögunum ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar en nú hefur Toronto Raptors boðið Tryggva að koma og spila í svokallaðri sumardeild NBA, en deildin hefst á næstunni. Hjá Toronto er OG Anounby skærasta stjarnan en hann var fenginn til liðsins gegnum nýliðavalið fyrir ári síðan og hefur staðið sig vel.

Tryggvi er sem fyrr samningsbundinn Valencia frá Spáni og mun að öllum líkindum spila þar aftur næsta vetur, en fróðlegt verður að sjá hvernig hann mun standa sig í sumar hjá Toronto.

Sambíó

UMMÆLI