Tryggvi Hlina með hæsta framlagið í riðlakeppni EM

Tryggvi Snær Hlinason

Tryggvi Snær Hlinason hefur staðið sig frábærlega með 20 ára landsliðinu í körfuknattleik í úrslitakeppni EM í Grikklandi. Nafn Tryggva er mjög áberandi í tölfræði keppninnar en hann er með hæsta framlagið af öllum leikmönnum keppninnar. Eftir þrjá leiki er hann með 28,3 framlagsstig að meðaltali í leik. Þetta kemur fram á Vísi.

Tryggvi er efstur í vörðum skotum með 3,3 að meðaltali í leik og í 3. sæti í fráköstum með 12,7 að meðaltali í leik. Þá er hann með þriðju bestu skotnýtinguna, 62,5%. Hann er svo níundi í stigaskori með 15,7 stig að meðaltali í leik.

Riðlakeppni lauk í gær og sigraði Ísland Svartfjallaland 60-50. Því mætir Ísland Svíþjóð í 16-liða úrslitum. Í leiknum í gær var Tryggvi með 19 stig og 13 fráköst.

Hæsta framlag leikmanna í riðlakeppninni:
1. Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi, 28,3
2. Tamir Blatt, Ísrael 27,3
3. Simon Birgander, Svíþjóð 26,7
4. Laurynas Birutis, Litháen 24,7
5. Martynas Echodas, Litháen 21,7
6. Milos Popovic, Svartfjallalandi 21,3
7. Yovel Zoosman, Ísrael 20,3
8. Vanja Marinkovic, Serbíu 19,7
9. Omer Yurtseven, Tyrklandi 18,7
10. Marc Marti, Spáni 18,3

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó