NTC

Tryggvi Hlina átti stórleik gegn Grindavík – myndband

Mynd: VMA.is

Þórsarar biðu lægri hlut fyrir Grindvíkingum í Íþróttahöllinni á Akureyri í Dominos-deild karla á föstudagskvöldið.

Tryggvi Snær Hlinason var langbesti leikmaður Þórs í leiknum en hann var nálægt þrennu. Þessi 216 sentimetra landsliðsmiðherji skoraði 15 stig, tók 14 fráköst og varði 9 skot.

Í þættinum Domino’s Körfuboltakvöld sem sýndur er á Stöð 2 sport var tekið saman helstu tilþirf Tryggva í leiknum og framtíð þessa efnilega drengs rædd. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó