Topp 10 – Vörur sem ég sakna

Topp 10 – Vörur sem ég sakna

Nýjar vörur sem koma á markaðinn koma oft á tíðum á kostnað þeirra sem fyrir eru. Ég held ég sé ekki einn um það að geta talið upp margar vörur sem hurfu af markaðnum og ég sakna sárt. Hvort sem þessi söknuður stafar af gæðum viðkomandi vöru eða hreinlega söknuði skal ósagt látið. Ég hef ákveðið að taka saman lista fyrir þær 10 vörur sem ég sakna mest.

10. Pepsi Twist – Pepsi með sítrónubragði sem gerði það að verkum að Pepsi var drekkandi.

Frábær drykkur

Frábær drykkur

9. Salómon Svarti – Jógúrt með lakkrísbragði sem börn voru sólgin í.

mynd:sarpur.is

mynd:sarpur.is

8. Garpur  – Drykkur sem framleiddur var úr mysu og appelsínusafa. Hljómar eins og viðbjóður en í minningunni smakkaðist þetta mjög vel.

Mysa er vanmetin afurð

Mysa er vanmetin afurð

 

7. Sítrónu Svali – Það þótti nett að drekka sítrónu Svala og þess vegna gerði ég það.

Þessir áttu ekki séns...

Þessir áttu ekki séns…

6. Kristall+ með Eplum – Er ennþá brjálaður yfir því að þessi var látinn fjúka.

Sjá hann!

Sjá hann!

5. Blár Opal – Er ekki mikill Opal maður en þessi blái var klárlega sá lang besti. Nýjustu fréttir herma að framleiðsla á Bláum Opal hefjist á ný á næsta ári.

Þessi er að koma aftur!

Þessi er að koma aftur!

4. Fresca – Þó það hafi ekki þótt cool og aðalega verið lúðar sem drukku Fresca þá stalst ég stundum í það í laumi. Frábær drykkur!

Frískandi

Frískandi

3. Skólajógúrt með súkkulaði og jarðaberjum – Var tekið af markaði þegar MS ætlaði að heilla góða fólkið með því að skemma skólajógúrt, tóku út bestu bragðtegundirnar og minnkuðu sykurmagn um helming.

Frábær vara

Frábær vara

2. Hi-C – Var fáanlegur bæði með appelsínu og epla bragði, ég var meiri appelsínu-maður. Ég hugsa að drykkurinn hafi verið sirka 95% sykur.

Allir voru sólgnir í Hi-C

Allir voru sólgnir í Hi-C

  1. Frissi Fríski gos – Gosdrykkur sem framleiddur var rétt fyrir aldarmótin. Epla og Appelsínu drykkir sem voru hreinlega geggjaðir.

    Það þótti flott að drekka Frissa Fríska

    Það þótti flott að drekka Frissa Fríska

 

 

 

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó