Gæludýr.is

Topp 10 – Verstu íslensku tónlistarmyndböndin

Topp 10 – Verstu íslensku tónlistarmyndböndin

Gott tónlistarmyndband getur gert gott lag enn betra. Vont tónlistarmyndband getur að sama skapi skemmt gott lag. Hér að neðan má sjá lista yfir verstu tónlistarmyndbönd sem búin hafa verið til frá því að Íslendingar hófu að leika sér í myndbandagerð.

10. Selma Björnsdóttir – Selma fór fyrir Íslands hönd í Eurovison árið 2005 og stóð sig með prýði. Laginu fylgdi hinsvegar þetta hræðilega myndband.

9. 70 mínútur og Quarashi – Vissulega grínmyndband en engu að síður hræðilegt.

8. Áttan – Þessir bráðhressu piltar bjuggu til tónlistarmyndband á Snapchat, skelfileg hugmynd.

7. Rúnar Eff – Norðlenska sjarmatröllið gaf frá sér þetta myndband fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins. Skora á ykkur að klára horfa til enda.

6. Greifarnir – Þetta myndband hefur allt sem vont myndband þarf að hafa.

5. Dj. flugvél og geimskip – Ég viðurkenni það fúslega að ég náði ekki að klára þetta myndband, svo vont er það.

4. Á móti sól – Ég hélt að það væri ekki hægt að gera myndband sem væri verra en þetta lag, það tókst.

3. Reykjavíkurdætur –  Þetta er rosalega slæmt myndband.

2. Ljótu hálfvitarnir – Húsvísku meistararnir með hryllilegt myndband við enn verra lag.

1. Í svörtum fötum – Jónsi og félagar taka toppsætið. Verðskuldað með þessu hræðilega myndbandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó