Einhverra hluta vegna hefur skapast sú hefð að skrifa eithvað klisjulegt undir þær myndir sem fólk setur á Instagram. Fólk er mjög ófrumlegt og virðast allir setja sömu kjánalegu setningarnar undir myndirnar. Ég ákvað að taka saman 10 verstu frasana.
1. Hef verið verri – Þetta er einn rosalega ofnotaður frasi. Algengt er að fólk skelli í þennan þegar það er staðsett í heitum löndum og vill ganga úr skugga um að fólk öfundi sig.
2. Stranglega bannað að hafa áhyggjur af mér – Þessi er einn sá allra versti. Algengur hjá tönuðum menntaskólastrákum.
3. Má þetta bara – Þetta er algengt þegar vinkonur pósta mynd af hvor annari. Algengt komment undir slíka mynd er „sætust“ eða „gefðu okkur hinum séns“
4. Þessi er svo mikilvæg – Þetta er algengt hjá sætum stelpum sem eru að pósta mynd af ljótu vinkonu sinni.
5. Toppnæs – Hvaðan í fjandanum kom þetta orð, fæ ónotatilfinningu þegar ég les þetta.
6. Þessi klassíska – Þetta setur fólk undir myndir af vegabrefi og bjór, rétt áður en það hoppar til útlanda.
7. Brúðkaupsfín – Nýyrði sem gestir í brúðkaupi nota undir myndir af sér í slíkum veislum.
8. Má maður aðeins – Þessi frasi er notaður þegar fólk setur djarfar myndir af sér inn á Instagram.
9. Þó maður lyfti sér aðeins upp – Klassískt undir mynd af ölvuðu fólki.
10. Smá sunnudags – Þú skellir í bröns á sunnudegi og vilt fá hrós fyrir hvað þú ert dugleg/ur.
UMMÆLI