Topp 10 – Ofmetnustu hlutir í heimi

Það er ýmislegt í þessu lífi sem nær miklum hæðum, of miklum að mínu mati. Ég ákvað því að gera lista yfir þá 10 hluti sem mér þykir vera ofmetnastir í þessum heimi.

laufabraud
1. Laufabrauð – það er ástæða fyrir því að þetta er í efsta sæti. Fólk bíður allt árið og borgar morðfjár en þetta er í raun bara þurrt, hart brauð með fitubragði.

pullupull
2. Bæjarins Beztu Pylsur – Fólk leggur það á sig að standa í öllum veðrum í röð til að gæða sér á þessu ómeti.

noakonfekt
3. Nóa Konfekt – Maður veit aldrei hvaða sull er inní þessu. Hver hefur ekki lent í því henda í sig einum mola í jólaboði sem inniheldur svo einhverja ógeðslega sultu.

pirrandidyr
4. Gæludýr – Eru öllum til óþurftar og ama. Mígandi, skítandi og illa þefjandi.

paskaegg
5. Páskaegg – Hefur einhver einhvern tímann klárað páskaegg? Fáðu þér bara súkkulaðistykki eða bland í poka ef þig langar í nammi.

ipa-bjor
6.IPA bjór – Það þykir voða flott að drekka „öðruvísi“ bjór þessa dagana. Sannleikurinn er sá að þetta er viðbjóður og enginn þorir að segja það.

frihofnin
7. Fríhöfnin – Ef þú ert ekki reykingarmaður eða alkahólisti er þessi búð ekki merkilegri en Hagkaup.

blaa-lonid
8. Bláa lónið – Skelltu þér með frúnni í risa stóran heitan pott umvafinn skítugum erlendum ferðamönnum. Innifalið er blaut mold sem þú mátt klína í andlitið á þér. Verð 12.800 krónur.

lordoftherings
9.Lord of the rings –  Skil ekki bíómyndir sem innhalda dreka, því miður.

gufubad
10. Gufubað – Það líður öllum illa í 50 stiga hita en það þykir voða flott að dúsa þarna inni. Metið mitt er 45 sekúndur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó