Jólin eru að koma, eftir rúman mánuð. Er of snemmt að setja jólalög á fóninn? Já. Gjörið þið svo vel, hér eru 10 bestu jólalögin að mati Krasstófers og Orms.
- Spaceman Came Travelling
Stórvirki! Betlehemstjarnan sem geimskip og spádómur um endurkomuna. Það er ekkert jólalegra en geimmaður að kíkja á Jesúbarnið.
- Ég og þú
„Ég vil líka gefa þér, sálina úr sjálfum mér!” Maðurinn er að fara grípa til örþrifaráða. Það verður að halda jólin, ekki seinna en í dag, og það verður haldið upp á þau á ofbeldisfullan og hrottalegan hátt.
- Ó helga nótt
Best með Agli Ólafassyni, skrattans pípur á honum. Fallegt nafn fyrir stelpu líka. Svo er þetta líka vel kristilegt, ef þú ert til í þannig dæmi.
- Nóttin var sú ágæt ein
Nóttin var ekki geggjuð eða frábær, hún var ágæt. Einar Sigurðsson skrifaði ljóðið í kringum árið 1600. Lá gleymt til 1940, Sigvaldi Kaldalóns sá það og henti í lag. Einhvern veginn hugsar maður ekki um að barnið í laginu sé Jesúbarnið en Jesús hvað það er gott. Það var verið að hræra helvítis vöggunni og ó hvað þetta var ágætt!
- Þú og ég og jól
Jólin virðast stundum vera ansi harmþrungin og alls ekkert hátíðleg. „Orðin svona stór en í hjarta mér finn hvar stelpa lítil er sem langar heim til sín en hér erum við og jólin okkar.” Það langar engum í þessi jól, en svona er þetta, það verður bara halda þau.
- Christmas in Hollis
Rappjól, fáir íslendingar vita hvað Hollis er, en það er gata í Queens í New York. Guð má vita hvað gerist á þessari götu. Góð stemming er hins vegar í boði.
- Sleðasöngurinn
Jólin eru tími gleði og friðar og spennings og svo framvegis. Þau eru líka tími þunglyndis. Og hvaða lag fer með þig niður dýpsta hyldýpi tilfinningalífs þíns, Sleðasöngurinn. Hann er sunginn af hljómsveitinni Brooklyn Fæv. Þeirra sérkenni er raddaður söngur sem verður einhvern veginn vinsæll á nokkurra ára fresti en gleymist svo fljótt aftur.
- Jólahjól
Þar sem Sleðasöngurinn er eiginlega of lítið er Jólahjól of mikið. Það tryllir mann gjörsamlega. Smýgur inn beinin. Baby Shark jólalaganna.
- Ef ég nenni
Hvort við nennum! Þegar Helgi syngur línuna „óttast þarf, engillinn minn því ég er hér og vaaaakki,” og nánast slefar út úr sér orðunum. Áheyrendur ærast.
- Er sólin skein um jólin
Endum þetta á einum leyndum gimstein, óslípuðum demanti og lítt heyrðu jólalagi. Gjörið svo vel, Hrafn Logi með lagið Er sólin skein um jólin.
Það nennir enginn The Pogues, HíF á okkar mann Shane MacGowan, en þetta lag er bara pirrandi og ef okkur leyfist að segja cringe (e. pínlegt). Óvinsæl skoðun en jæja, gleðileg jól you filthy animals.
UMMÆLI