NTC

Topp 10 – Ástæður þess að Akureyringar eru leiðinlegir

Topp 10 – Ástæður þess að Akureyringar eru leiðinlegir

Við Akureyringar erum að mörgu leyti ólík restinni af íslensku þjóðinni. Margt í okkar fari er mjög jákvætt en annað miður gott. Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið að undirritaður er fæddur og uppalinn á Akureyri og tilheyrir því þessum undarlega hópi fólks sem kallast Akureyringar. Ég hefði getað talið upp hvað Akureyringar eru frábærir en þar sem ég er frekar leiðinlegur maður þá ákvað ég að taka saman lista yfir það sem gerir Akureyringa leiðinlega.

10. Tuð – Akureyringar eru miklir tuðarar og elska fátt meira en röfla um það sem betur má fara. Algengt tuð hjá Akureyring er það þegar götur eru saltaðar til að eyða hálku. Þá rísa Akureyringar upp á afturfæturna og byrja að röfla.

9. Flugvallarumræður – Akureyringar hafa gaman að því að ræða staðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Það er rosalega leiðinleg umræða.

8. Allir Akureyringar eiga Skoda Octavia – Akureyringar eru hjarðardýr og þegar það spurðist út á Akureyri að Skoda Octavia væri bæði sparneytinn og með litla bilanatíðni þá ákvað 90% bæjarbúa að versla sér eintak.

7. Rauðkál á pylsur – Akureyringar þykjast borða rauðkál á pylsur. Það vita allir að það er viðbjóður og hefur ekki verið étið síðan 1960.

6. Halda að þeir séu góðir að keyra – Akureyringum finnst þeir rosa góðir að keyra bíl og elska fátt meira en þegar það snjóar í borginni. Hinn klassíski Akureyringur segir þá: „Þetta lið þarna fyrir sunnan kann ekki að keyra i hálku.“

5. Veðrið – Akureyringar elska að tala um veðrið og kalla bæinn sinn Costa del Akureyri þegar hitinn fer yfir 8 gráður. Ef uppistaða samræðna þinna við annað fólk er veðurfar þá ertu bókað frekar leiðinlegur einstaklingur.

4. CrossFit – Allir Akureyringar eru i CrossFit og hafa gaman að því að ræða það. Ég hef komið inná það áður en umræður um Crossfit eru jafnvel leiðinlegri en umræður um veðurfar.

3. Halda með sínu fólki, sama hvað – Akureyringar eru stoltir af fólkinu sínu. Svo mikið er stoltið að fólk heldur með Rúnari Eff í söngvakeppninni, bara því hann er “að norðan”

2. Akureyringar halda að þeir eigi bestu veitingastaðina – Nokkrir fínir staðir og allt það en mikið ofmat.

1. Brynjuís – Allir Akureyringar halda að allur annar ís en Brynjuís sé óætt sull.

Sambíó

UMMÆLI