Tónlistarmaðurinn Stefán Elí gefur frá sér sitt fyrsta lag á árinu

Lagið heitir “Lost Myself” og er fyrsta lagið af plötu frá listamanninum sem er væntanleg í mars. “Lost Myself” fjallar um hvernig maður getur átt það til að týna sjálfum sér þegar maður einblínir of mikið á eitthvað sérstakt. Lagið er fáanlegt á helstu streymisveitum, svo sem Spotify og Apple Music.

Stefán er að vinna í tónlistarmyndbandi við annað lag og má reikna með því eftir nokkrar vikur.

Stefán Elí samdi bæði lag og texta ásamt því að sjá um allann hljóðfæraleik og upptökur. Haukur Pálmason hljóðblandaði lagið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó