Who are you? Er ný plata frá Akureyrsku tónlistarkonunni Fnjósk. Áður hefur hún gefið út plötuna Rat Manicure 2013 undir listamanns nafninu Sockface.
Who are you? Inniheldur 8 ný lög sem öll eru samin af listamanninum sjálfum auk þess sem hún semur alla texta. Hún syngur öll lögin og leikur sjálf á ýmis hljóðfæri. Við gerð plötunnar hefur hún þó notið krafta nokkurra frábærra aðila.
Fyrstan skal þar nefna Kristján Edelstein sem tók upp og útsetti lögin í samvinnu við Fnjósk. Einnig leikur hann á ýmis hljóðfæri og fremur ýmis hljóðheimsleg töfrabrögð. Styrmir Hauksson hljóðblandar og masterar auk þess að leggja til ýmislegt sem setur punktinn yfir i-ið. Aðrir hljóðfæraleikara eru Ragnar Ólafsson sem spilar á bassa í titillaginu, Gert-Ott Kuldpärg sem spilar á Saxófón og Sævar Torfason sem spilar á trommur.
Umslagshönnun var í höndum Einars Aðalsteinssonar og ljósmynd á hulstri var tekin af Ástu Björk Jónsdóttur.
Lýsing listamannsins sjálfs á tónlistinni er eftirfarandi:
Tónlistin hljómar eins og alls konar smáhlutir í vasa hjá barni sem finnst gaman að taka upp fallega hluti af jörðinni. Gamlar snældur, fallegir steinar, tilgangslausir hlutir með tilfinningagildi. Ef þessir hlutir kynnu að syngja myndi það líklega hljóma eitthvað svipað.
Diskurinn er aðgengilegur á Spotify og Soundcloud undir nafninu Fnjósk.
UMMÆLI