Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím haldin í sjöunda sinn

Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím haldin í sjöunda sinn

Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í sjöunda sinn 25. – 27. júlí 2024. Hátíðin er kennd við listakollektífið MBS sem kemur að skipulagningu hennar og hefur hún farið fram árlega síðan árið 2018.

Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika norðlensks tónlistarfólks og að skapa sterka hefð fyrir öflugri menningarhátíð utan meginstrauma á Akureyri. Þannig er fjölbreytileiki atriða aðalsmerki Mannfólkið breytist í slím þar sem allt áhugafólk um tónlist getur fundið eitthvað við hæfi. Einnig er lögð áhersla á atriði með líflega sviðsframkomu og þau sem starfa mitt á milli tónlistar og gjörningalistar.

Mannfólkið breytist í slím hefur ætíð verið haldin á iðnaðarsvæðum eða innan iðnaðarrýma, fyrst á Oddeyri en síðustu þrjú árin á Óseyri. Auk þess hefur hátíðin aldrei farið fram á nákvæmlega á sama stað. Þannig hefur hið skapandi kollektíf MBS öðlast einstaka hæfni í að breyta hráum og óhefluðum plássum í frambærileg tónleikasvæði á mettíma.

Í ár teygir dagskráin sig yfir þrjá daga eða frá fimmtudegi og fram á laugardag. Sem fyrr eru þær tónlistarstefnur sem heyra má þessa helgi á Óseyri jafn margar og atriðin sjálf. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar er verndari hátíðarinnar í ár. Það markar kaflaskil í sögu Mannfólkið breytist í slím þar sem þetta er í fyrsta sinn sem verndarinn kemur úr heimi stjórnmála en fyrri verndarar hafa allir verið úr hinum skapandi geira. Meðal annarra hápunkta hátíðarinnar í ár er framkoma ex.girls sem hlotið hefur einróma lof fyrir nýjustu plötu sína sem kom út seint á síðustu ári auk þess sem tekknófiðludúettinn Geigen lokar fimmtudagskvöldinu með afar metnaðarfullu atriði. Einnig er vert að minnast á komu iðnaðardrungaverkefnisins Aska sem heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2019, raftónlistarmanninn Pitenz og hljómsveitina Spacestation sem hefur verið að gera það einkar gott undanfarið. Meðal annars akureyrsks listafólk sem tekur þátt eru Þorsteinn Kári, Brenndu bananarnir, Drengurinn fengurinn, Sót og Miomantis sem einmitt gefa út plötu sama dag og sveitin kemur fram eða 26. júlí.

Engin miðasala er á hátíðina en gestir ráða hvort og þá hversu mikið þeir vilja styrkja verkefnið.

Dagskrá Mannfólkið breytist í slím 2024:

25. júlí 2024

∼ 20:00 Ari Orrason
∼ 20:45 Brenndu bananarnir
∼ 21:30 Deer God
∼ 22:30 Geigen

26. júlí 2024

∼ 20:00 Miomantis
∼ 20:40 Setningarathöfn
Ásthildur Sturludóttir verndari MBS 2024
∼ 21:20 Geðbrigði
∼ 22:00 Drengurinn fengurinn
∼ 23:00 Daníel Hjálmtýsson
∼ 00:00 Pitenz

27. júlí 2024

∼ 20:00 Sót
∼ 20:45 Leður
∼ 21:50 Þorsteinn Kári
∼ 22:50 aska
∼ 23:50 Spacestation
∼ 01:00 ex.girls
∼ 02:00 Helldóra

Fylgjast má með MBS og Mannfólkið breytist í slím með því að fylgja eftirfarandi hlekkjum:

Mannfólkið breytist í slím 2024 – viðburður á facebook:
https://www.facebook.com/share/RQHVDRHQ468B3TbB/

MBS á veraldarvefnum:
https://mbsskifur.is/

MBS á samfélagsmiðlum:
https://www.instagram.com/mbsskifur/
https://www.facebook.com/mbsskifur/

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó