Tónlistargóðgerðarbingó í Skógarböðunum

Tónlistargóðgerðarbingó í Skógarböðunum

Ladies Circle og Round Table klúbbar á Akureyri standa fyrir tónlistargóðgerðarbingói í Skógarböðunum í kvöld, föstudagskvöldið 28. mars, klukkan 21:00.

Bingóið og þátttaka
Tónlistarbingóið fer fram í böðunum og notast verður við stafrænt bingóspjald í síma. Til að tryggja sér pláss er hægt að panta bingóspjald á TIX:
https://tix.is/event/19261/tonlistarbingo-i-skogarbodunum-akureyri
Aðgangur í böðin er einnig fáanlegur á www.forestlagoon.is.

Yfir 200 glæsilegir vinningar eru í boði svo gestir geta átt von á að koma út í plús eftir kvöldið. Brot af því sem hægt verður að vinna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Norðurljósasjóður – Allur ágóði bingóspjalda rennur beint í Norðurljósasjóð sem er ætlaður börnum og ungmennum á Norður- og Norðausturlandi sem eru að takast á við sorg í kjölfar ástvinamissis eða langvinn veikindi hjá sér eða nákomnum ástvinum. Sjóðurinn greiðir fyrir viðtalsmeðferð og er ætlaður þeim sem hafa ekki tök á að standa undir kostnaði þjónustunnar og ekki fundið sig í þeirri opinberu þjónustu sem þeim hefur verið úthlutað.

Frjáls framlög
Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum:

Bankaupplýsingar: 0565 – 14 – 002569

Kennitala: 550115-0930

Sambíó
Sambíó