Tónlist, frásagnir og sálfræðilegar pælingar

Lára Sóley og Hjalti. Ljósmyndari: Auðunn Níelsson.

Tónlistarparið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson ásamt hinum góðkunna Valmari Valjaots halda tónleika í Hofi, fimmtudaginn 7. júní kl. 20:30. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð undir yfirskriftinni Hamskipti sem þau hafa staðið fyrir nú í vor og sumar víða um Norðurland.

Á tónleikunum flytja þau fjölbreytta tónlist, klassík, þungarokk og allt þar á milli. Tónlistin er fléttuð saman með frásögnum og sálfræðilegum pælingum um samskipti fólks og áhrif tónlistar á lífið, en Hjalti starfar sem sálfræðingur ásamt því að vera tónlistarmaður. “Markmið tónleikanna er að áhorfendur eigi notalega kvöldstund þar sem við flytjum fjölbreytilega tónlist, spjöllum á persónulegum nótum um eigið líf og spinnum út frá því sálfræðilegar pælingar. Þetta er svolítið eins og fyrsti tími hjá sálfræðingi” segir Hjalti.

Hjalti og Lára hafa starfað saman að tónlist frá árinu 2005 og hafa á síðustu árum verið virk í tónlistarlífi Norðurlands. Lára hefur að undanförnu verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, var Bæjarlistamaður á Akureyri 2015-2016 og hefur verkefnastýrt og tekið þátt í fjölda tónlistartengdra verkefna. Hjalti er sálfræðingur hjá sálfræðistofunni Metis en sinnir jafnframt tónlistinni. Hann er menntaður í klassískum söng en á þó bakgrunn sinn í þungarokki. Valmar Valjaots er organisti Glerárkirkju en hefur leikið með mörgum þekktum hljómsveitum á borð við Killer Queen og Hvanndalsbræðrum.

Teikning eftir Guðráð B. Jóhannsson. Frá vinstri: Lára Sóley, Hjalti

Tónleikarnir á Akureyri verða síðustu tónleikar Hjalta og Láru á Akureyri í bili, en þau flytjast með fjölskyldu sína til Bretlands í ágúst. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar, Norðurorku  og Sóknaráætlun Norðurlands Eystra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó