Gæludýr.is

Tónleikar Emiliönu Torrini verða í Hofi

Emiliana Torrini

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin hátíðleg á Akureyri dagana 2. og 3.nóvember næstkomandi í tengslum við sömu hátíð í Reykjavík.

Eins og áður hefur komið fram mun Emiliana Torrini halda tónleika á Akureyri og hefur nú verið staðfest að tónleikar hennar fara fram í Hofi fimmtudaginn 2.nóvember. Ásgeir mun svo spila í Hofi föstudaginn 3.nóvember.

Aðrir tónleikastaðir verða kynntir fljótlega en búið er að ganga frá því að Græni Hatturinn verði einn þeirra. Miðasala er í fullum gangi og er hægt að kaupa miða sem gildir á þá viðburði sem verða á Akureyri.

Auk Emiliönu og Ásgeirs munu Mura Masa, Benjamin Clementine, Mammút, Emmsje Gauti, Stefflon Don og KÁ-AKÁ troða upp auk þess sem búast megi við einhverjum listamönnum til viðbótar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó