NTC

Tónkvíslin haldin í tólfta sinn

Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, verður haldin þann 18. febrúar næstkomandi í íþróttahúsinu á Laugum. Þetta er í tólfta skipti sem söngkeppnin er haldin.

Keppninni er skipt upp í tvo flokka, annars vegar eru það keppendur úr Framhaldsskólanum og hins vegar keppendur úr grunnskólum næsta nágrennis, allt frá Vaðlaheiði austur að Vopnafirði. Fyrst kepptu 5 grunnskólar en þeim hefur fjölgað og í ár er átta grunnskólum boðið að keppa. Í ár mun FSH taka þátt í fyrsta skipti.

Dómnefnd velur þrjú bestu atriðin frá framhaldsskólanum og þrjú bestu atriðin úr hópi grunnskóla. Símkosning ákvarðar svo vinsælasta atriðið.

Árið 2015 var fyrsta árið sem Tónkvíslin var sýnd í beinni útsendingu bæði í sjónvarpi og á netinu hjá Bravó og hefur hún verið það síðan. Í ár verður hún sýnd í beinni útsendingu á N4.

Hægt er að nálgast miða á þennan áhugaverða viðburð með því að senda tölvupóst á tonkvislin@laugar.is.

Sambíó

UMMÆLI