NTC

Tónaflóð á Akureyri

Tónaflóð á Akureyri

Tónaflóð um landið heldur áfram í kvöld og nú verða tónleikarnir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Meðal þeirra sem koma þar fram verða Magni, Ágústa Eva, Guðrún Árný og Aron Can.

Sumartónleikar RÚV og Rásar 2 eru haldnir í beinni útsendingu frá öllum landshlutum á föstudögum í júlí þar sem áhersla verður lögð á þekkta íslenska tónlist. Á hverjum stað halda þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:40 í beinni á RÚV og RÚV.is.

Sambíó

UMMÆLI