Tölvutek hættir rekstri

Tölvutek hættir rekstri

Fyrirtækið Tölvutek tilkynnti á dögunum að nú sé komið að leiðarlokum hjá versluninni. Fyrirtækið hefur verið rekið í 12 ár og rak tvær verslanir, eina í Reykjavík og eina á Akureyri. Verslunin hér var til húsa í Undirhlíð 2.
Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu fyrr í vikunni. Verslununum var lokað á mánudaginn og starfsfólk kallað á sameiginlega fund þar sem þetta var tilkynnt.

Fyr­ir­tækið hef­ur verið með stærstu dreif­ing­ar- og söluaðilum á tölv­um og tölvu­búnaði til ein­stak­linga á landinu þennan rúma áratug sem það hefur verið í rekstri. Alls voru 40 starfsmenn sem misstu vinnuna á mánudaginn þegar fyrirtækið hætti rekstri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó