Tjónið í Ráðhúsinu hleypur á tugmilljónum krónaSlökkviliðið við störf í Ráðhúsinu í gær. Mynd: Akureyrarbær.

Tjónið í Ráðhúsinu hleypur á tugmilljónum króna

Mikið vatnstjón varð í ráðhúsinu á Akureyri í gær. Þegar fyrstu starfsmenn mættu til vinnu mætti þeim foss sem rann niður tröppur hússins en það var vatnskrani á efstu hæð hússins sem gaf sig yfir nóttina, öllum að óvörum.

Tjónið hefur ekki verið fullmetið en slökkviliðið var strax kallað á vettvang í gær og unnið var hörðum höndum að því að þurrka upp vatnið og koma fyrir blásurum, sem koma til með að ganga áfram næstu daga. Rúv greinir frá þessu.

„Það var krani í eldhúsinu í mötuneytinu sem sprakk einhvern tímann í nótt og mikið vatn sem flæddi hingað um fjórðu, þriðju og aðra hæð og miðrými hússins. Það á eftir að koma frekar í ljós en við fyrstu sýn er umtalsvert tjón“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar í samtali við Rúv.

Vatnið komst víða – Fjárhagstjónið gríðarlegt

Vatnið komst víða að, í gólfefni, loft, hurðir, veggi o.fl. en byrjað var í morgun að rífa niður innréttingar sem vatn hafði komist í. Talsverðan tíma mun taka að laga skemmdirnar og fjárhagstjónið er gríðarlegt.

 „Þetta nær alveg niður í kjallara af fjórðu hæð flóðið. Það er alveg 10 sentimetra vatn hérna á gólfum. Það er komið vatn í loftefni og svo einhver gólfefni og hurðir og væntanlega þarf að opna einhverja veggi. Það fór mikið vatn inn í lyftustokkinn og alveg ofan í kjallara. Þetta eru örugglega tugir milljóna króna,“ segir Jóhann Eysteinsson, húsasmiður, sem var við störf í Ráðhúsinu í samtali við Rúv.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó