Framsókn

Tjaldsvæðisreiturinn ekki nýttur fyrir heilsugæsluMynd/Akureyrarbær

Tjaldsvæðisreiturinn ekki nýttur fyrir heilsugæslu

Drög að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn hafa nú verið lögð fram með ýmsum breytingum, eftir að málið fór í bið vegna óvissu um byggingu á heilsugæslu á svæðinu. Á fundum með fagaðilum, íbúum og hagsmunaaðilum þann 8. nóvember 2023 komu fram ábendingar og athugasemdir, sem hafa nú verið teknar til greina. Þetta kemur fram á 431. fundi Skipulagsráðs Akureyrarbæjar sem haldinn var í gær.

Í nýju tillögunni er fallið frá byggingu heilsugæslu við Þingvallastræti, en í staðinn er gert ráð fyrir byggingu með blandaðri landnotkun. Skipulagsráð hefur samþykkt að óska eftir umsögnum frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði, og velferðarsviði um fyrirliggjandi tillögu.

Ósk Félags eldri borgara um svæði fyrir íbúðir

Félag eldri borgara á Akureyri óskaði einnig eftir að fá úthlutað svæði á reitnum til að byggja 50 íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra. Skipulagsráð þakkar fyrir erindið en telur ekki tímabært að úthluta svæðum þar sem skipulagið er enn í vinnslu. Hins vegar er gert ráð fyrir að hluti íbúða á svæðinu verði sérstaklega ætlaður eldri borgurum, og útfærsla þess verður unnin í samráði við Félag eldri borgara.

Sambíó

UMMÆLI