Sprell tívolí verða á Akureyri yfir verslunarmannahelgina í sumar. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram í bænum yfir verslunarmannahelgina í sumar.
Það verður ýmislegt í boði hjá Sprell tívolí en þar á meðal má nefna fallturn, hringekju, teygjuturn, hoppukastalaland og margt fleira. Reikna má með fjölskyldutilboðum í tækin yfir verslunarmannahelgina. Opnunartímar verða kynntir síðar.