NTC

Tíu verk valin í Upptaktinn

Tíu verk valin í Upptaktinn

Tíu verk, eftir 12 ung og upprennandi tónskáld, hafa verið valin til þátttöku í Upptaktinum á Akureyri. Höfundarnir munu vinna áfram að útsetningu sinna verka í vinnusmiðjum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna, þeim Gretu Salóme og Kristjáni Edelstein. 

Stóra stundin verður svo sunnudaginn 24. apríl þegar tónskáldin og aðstandendur þeirra hlýða á atvinnuhljóðfæraleikara flytja verkin á glæsilegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi. Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu. Upptakturinn er styrktur af SSNE.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó