Tíu Þórsarar stálu stigi gegn toppliðinu

Aron Birkir Stefánsson var frábær í dag. Mynd: thorsport.is

Topplið Inkasso deildarinnar í fótbolta kom í heimsókn á Þórsvöll í dag þegar Þór og Fylkir áttust við í tólftu umferð deildarinnar en með sigri sáu Þórsarar fyrir sér að blanda sér í toppbaráttuna.

Gestirnir sóttu talsvert meira í leiknum og komust yfir á 21.mínútu þegar Albert Brynjar Ingason fann leiðina framhjá Aroni Birki Stefánssyni í marki Þórs. Fimmtán mínútum síðar fékk Ármann Pétur Ævarsson að líta rauða spjaldið og þyngdist róðurinn enn frekar fyrir heimamenn.

Fylkismenn sóttu stíft en Aron Birkir átti algjörlega frábæran leik í marki Þórsliðsins og hélt þeim þannig inn í leiknum. Fór að lokum svo að gamla brýnið, Orri Freyr Hjaltalín náði að jafna metin á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-1 í viðburðaríkum leik.

Þór 1 – 1 Fylkir

0-1 Albert Brynjar Ingason (’21)
1-1 Orri Freyr Hjaltalín (’90)

Rautt spjald: Ármann Pétur Ævarsson, Þór (´36)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó