NTC

Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi

Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi

Frestur til að skila inn framboðslistum og tengdum gögnum rann út í hádeginu í dag. Þeir flokkar sem bjóða fram í NA-kjördæmi eru Framsóknarflokkurinn (B), Flokkur Fólksins (F), Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O), Miðflokkurinn (M), Píratar (P), Samfylkingin (S), Sjálfstæðisflokkurinn (D), Sósíalistaflokkurinn (J), Viðreisn (C) og Vinstri hreyfingin grænt framboð (V).

Flokkurinn Ábyrg framtíð mun bjóða fram í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi Norður.

Þótt framboðsfrestur hafi runnið út á hádeginu í dag er ekki víst að öll framboðin séu lögleg. Kjörstjórn á eftir að yfirfara framboðslistana og úrskurða um lögmæti þeirra fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI