Tinna Óðinsdóttir gefur út lag

Tinna Óðinsdóttir gefur út lag

Akureyringurinn Tinna Óðinsdóttir hefur gefið út lagið Addicted, þetta er fyrsta lagið sem Tinna sendir frá sér. Lagið kom út á miðnætti og er meðal annars aðgengilegt á Spotify. Hlustaðu í spilaranum hér að neðan.

„Lagið var upprunalega samið fyrir Söngvakeppnina á RÚV af Rob Price en var ekki valið. Hann samdi byrjunina á laginu og svo unnum við þetta saman. Satt best að segja þá er þetta ekki beint stíllinn sem ég er vön að vinna með, þetta er kannski meira partílag. Við erum á fullu að vinna meiri tónlist núna og það verður þá meira minn stíll, og á íslensku, ég er mikill íslenskuperri þannig ég vill skrifa tónlist á íslensku,“ segir Tinna í spjalli við Kaffið.

„Það er mjög gaman að gefa út sitt fyrsta lag og er mjög berskjaldandi. Fólk hefur verið mjög hvetjandi og jákvætt en ég veit ekkert hvort það sé einlægt þar sem þetta er allt nýtt fyrir mér en ég er að minnsta kosti mjög ánægð að vera loksins að láta drauminn minn rætast og gefa út tónlist.“

Tinna hefur undanfarin ár stofnað fjölskyldu og unnið í Lögreglunni á Akureyri. Hún hefur nú skráð sig í leiklistarnám og byrjað að semja tónlist og er spennt fyrir komandi tímum.

„Mér líður núna eins og ég sé komin á rétta hillu í lífinu. Hætti í löggunni og byrjaði í leiklistarnámi, mér líður smá eins og ég sé núna farin að einbeita mér að því sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera. Mig langar að verða leikkona og gefa út tónlist,“ segir Tinna að lokum.

Hlustaðu á lagið Addicted hér:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó