NTC

Tímavélin – Leikmaður Þórs fer með andlitið á bólakaf í endaþarm

a-krillikall

Kristján Steinn, á þessum tíma grunlaus um hvað væri í vændum

Tímavélin er nýr liður hér á Kaffinu þar sem við munum birta skemmtilega og eftirminnilega hluti, myndbönd, myndir, viðtöl og fleira úr fortíðinni.

Að þessu sinni rifjum við upp skemmtilegan hrekk sem gerður var árið 2011 en þá urðu Þórsarar andlit íslenskrar knattspyrnu á heimsvísu á einni nóttu. Ekki fyrir knattspyrnuhæfileika heldur magnaðan hrekk sem gerður var í æfingaferð liðsins.

Hrekkurinn gekk út á það að plata einn leikmanna liðsins til að gera magaæfingar með bol á höfðinu. Kristján Steinn Magnússon sem í seinni tíð hefur verið kallaður, gaurinn í Þórshrekknum; féll í gildruna og rak andlit sitt á bólakaf í endaþarm annars leikmans liðsins. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um allan heim og varð Kristján frægur á einni nóttu. Kristján náði sér þó fljótt og lifir hamingjusömu lífi í dag.

Hér að neðan má sjá þetta kostulega atvik, sjón er sögu ríkari!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó