Tímavélin – Jóhanna Guðrún tekin

Tímavélin er fastur liður hér á Kaffinu þar sem við birtum skemmtilega og eftirminnilega hluti, myndbönd, myndir, viðtöl og fleira úr fortíðinni.

Í tímavél dagsins rifjum við upp atriði úr sjónvarpsþáttaröðinni Tekinn. Sjónvarpsþættirnir gengu út á að hrekkja frægt fólk og taka það upp með falinni myndavél. Sjónvarpsþættirnir voru í anda bandarísku sjónvarpsþáttanna Punk’d. Auðunn Blöndal (Auddi Blö) var umsjónarmaður þáttanna. Tekinn hóf göngu sína á sjónvarpsstðinni Sirkus árið 2006. Önnur og síðasta serían var svo sýnd á Stöð 2 árið 2007. Í annarri seríunni ákvað Auðunn einmitt að hrekkja söngkonuna Jóhönnu Guðrúnu og útkoman var stórskemmtileg og má sjá hana hér að neðan í Tímavél dagsins.

https://www.youtube.com/watch?v=7XqH2QQUDL0

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó