NTC

Tímavélin – Adolf Ingi gefur Didier Dinart köku

Adólf Ingi Erlingsson

Adolf Ingi Erlingsson

Tímavélin er nýr liður hér á Kaffinu þar sem við munum birta skemmtileg og eftirminnilega hluti, myndbönd, myndir, viðtöl og fleira úr fortíðinni.

Við byrjum þetta á því að rifja upp atvik frá því þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði á Evrópumótinu í handbolta árið 2012. Á þessu ári hefur fótboltalandsliðið vakið heimsathygli fyrir framferði sitt á Evrópumótinu í fótbolta. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson vakti einnig heimsathygli fyrir sína frammistöðu þegar hann lýsti leikjunum hjá strákunum okkar.

Það var annar álíka mikill meistari sem sá um að lýsa leikjunum hjá handboltastrákunum. Við erum að sjálfsögðu að tala um Adolf Inga Erlingsson. Adolf Ingi starfaði fyrir Alþjóðahandknattleikssambandið á mótinu og tók þetta stórkostlega innslag við Didier Dinart leikmann Frakka.

 

Sambíó

UMMÆLI