NTC

Tímabundin lokun á Hrísey Seafood

Tímabundin lokun á Hrísey Seafood

Stærsta vinnuveitanda í Hrísey, Hrísey Seafood, hefur verið lokað af Matvælastofnun þar sem ákveðin hreinsun og endurbætur á aðstöðu þurfa eiga sér stað svo opna megi á ný. Telur MAST ekki nauðsynlegt að innkalla matvæli frá starfstöðinni en sama dag og RÚV greindi frá þessu tilkynnti Skarphéðinn Jósepsson, verkefnisstjóri hjá Hrísey Seafood, að vinnslan myndi opna aftur eftir miðnætti á morgun þar sem það hefði verið unnið að því sem var ábótavant.

Einnig segir í tilkynningu frá MAST að Hrísey Seafood hafi verið fært niður úr frammistöðuflokki B niður í frammistöðuflokk C sem felur í sér aukið eftirlit þegar starfsemin hefst aftur.

VG

UMMÆLI

Sambíó