Tímabilið búið hjá Guðmundi Hólmari

Guðmundur Hólmar spilar ekki handbolta á næstunni

Handboltakappinn Guðmundur Hólmar Helgason meiddist illa á æfingu með  franska úrvalsdeildarliðinu Cesson-Rennes í síðustu viku. Hann fór beint í röntgen myndatöku í kjölfarið og þar kom í ljós að hann var ekki ökklabrotinn.

Heimsókn til ökklasérfræðings leiddi í ljós að Guðmundur hafði slitið 2 liðbönd í ökklanum. Allar líkur eru á því að hann þurfi í kjölfarið að fara í aðgerð. Kaffið.is heyrði í Guðmundi og fékk að vita stöðuna á honum. „Aðgerðin verður ekki fyrr en bólgan í ökklanum hefur hjaðnað, eftir sirka 2 vikur. Eftir það er ég frá handboltaiðkun í einhverjar 8 vikur að minnsta kosti. Fyrst í göngugipsi og síðan annars konar spelkum. Þannig þetta tímabil er því miður búið hjá mér.“

Guðmundur hefur verið lykilmaður hjá liði Cesson Rennes í vetur ásamt frænda sínum Geir Guðmundssyni. Liðið situr um þessar mundir í 12. sæti frönsku deildarinnar.

Guðmundur segir í samtali við Kaffið.is að meiðsli séu einfaldlega partur af þessum bransa. „Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó