Þeir sem hafa áhuga á að halda viðburði undir merkjum Akureyrarvöku geta sent þátttökuumsókn til og með 22. ágúst.
„Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fyrirtæki, félagasamtök, skapandi einstaklinga og listafólk til að láta ljós sitt skína á Akureyrarvöku sem er eins konar afmælisveisla Akureyrarbæjar,“ segir í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
Akureyrarvaka verður haldin hátíðleg 26. til 28. ágúst næstkomandi. Þátttökuumsókn og allar nánari upplýsingar má finna á akureyrarvaka.is