Tilraun til vopnaðs ráns á Akureyri

Tilraun var gerð til vopnaðs ráns á bar á Akureyri í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu þegar maður í annarlegu ástandi hótaði starfsmanni þar með tveimur hnífum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Akureyri sem var sem betur fer skammt undan þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan yfirbugaði manninn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, sem staðsett er á Norðurlandi eystra. Maðurinn hafði ekki lagt frá sér hnífana þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli lögreglu um að leggja þá frá sér og otaði hann hnífunum í átt að lögreglumönnum. Engin meiðsl hlutust af. Maðurinn var handtekinn og færður í fangaklefa.

Það var annasamt hjá lögreglunni í gær en einnig voru 14 manns voru teknir fyrir of hraðan akstur, 2 fyrir að aka gegnt rauðu umferðarljósi, 2 teknir fyrir vörslu fíkniefna, 2 grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og 1 grunaður um ölvun við akstur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó