Nú hefur verið lokað fyrir tilnefningar til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2024 og bárust sjö tilnefningar.
Hægt er að kjósa í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Úrslitin verða svo tilkynnt í Janúar 2025. Þetta kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar þar sem stendur eftirfarandi um þau tilnefndu:
Elín Björk Unnarsdóttir – Sund
Elín hefur starfað í 27 ár í þágu Sundfélagsins Ránar. Á árinu synti hún 1650 metra á 30 mínútum, lengst allra í félaginu.
Esther Ösp Birkisdóttir – Skíði
Esther Ösp gerði sína bestu FIS-punkta á sínum keppnisferli á vordögum 2024. Þá náði hún 73.92 fis-stigum á svigmótum í Jolster i Noregi. Esther Ösp hefur búið í Geilo í Noregi og stundað nám og æft í skíðamennstaskólanum þar í bæ. Þar hefur hún lagt mikinn metnað í æfingar og keppni undanfarin ár, æft sem afreksíþróttamaður og uppskorið eftir því. Hún hefur yfirleitt komið heim og tekið þátt á Íslandsmóti, en þó komst hún ekki þetta árið vegna anna í skólanum.
Hafsteinn Thor Guðmundsson – Golf
Hafsteinn Thor varð Norðurlandsmeistari 15-18 ára, klúbbmeistari GHD fullorðinna sem og unglinga. Hann varð unglingalandsmótsmeistari UMFÍ 15-18 ára. Hafsteinn tók þátt í GSÍ mótaröðinni og endaði sjöundi á stigalista eftir sterka mótaröð sumarsins. Hann endaði í 7. sæti í Íslandsmóti unglina í höggleik og komst í 8 manna úrslit í Íslandsmóti í holukeppni. Hafstein Thor hefur gríðarlega mikinn vilja til að ná langt í golf íþróttinni. Þrátt fyrir ungann aldur býr hann yfir gífurlegum aga þegar kemur að æfingum hvort sem það er innan skipulagðs æfingartíma eða á eigin forsendum. Hafsteinn er afar einbeittur og skipulagður ungur maður sem hefur allt til að bera, til að ná langt í golfíþróttinni.
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir – Blak
Lovísa varð Íslandsmeistari og Deildarmeistari í blaki á síðasta keppnistímabili með sínu liði KA. Hún spilar miðju og spilaði flesta leiki KA á síðustu leiktíð og það sem af er þessari leiktíð. Lovísa Rut er frábær fyrirmynd í sinni íþrótt. Hún sýnir metnað og dugnað við æfingar og hefur það skilað sér inn á blakvöllinn með þessum góða árangri.
Matheus Bissi – Knattspyrna
Bissi var lykilmaður í meistaraflokki karla Dalvíkur/Reynis, hann er frábær karakter innan sem utan vallar, gífurlega jarðbundinn og mikill atvinnumaður. Hann var meðal bestu varnarmanna Lengjudeildar sumarið 2024 og skoraði einna hæst í allskonar tölfræði yfir deildina. Bissi var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi félagsins.
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir – Knattspyrna
Rakel stóð sig framúrskarandi á fyrsta tímabili meistaraflokks kvenna hjá Dalvík/Reyni. Hún er fyrirmynd innan sem utan vallar.
Sveinbjörn Hjörleifsson – Hestaíþróttir
Sveinbjörn hefur lengi verið einn helsti keppandi Hrings og hefur sérhæft sig í keppni í skeiði. Sveinbjörn hefur lagt gríðarlega mikla vinnu í tugi ára, bæði í þjálfun og hrossarækt og hefur árangurinn oft verið góður, en þó aldrei eins góður og árið 2024. Sveinbjörn vann sér inn rétt til að taka þátt í 100m skeiði bæði á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum síðastliðið sumar á hryssu úr eigin ræktun, Prinsessu frá Dalvík. Það gerði hann fyrst á World Ranking móti Skagfirðings og seinna á Punkta og Skeiðleikum Skagfirðings þar sem Sveinbjörn náði tímunum 7,67 og 7,61, sem voru 18. og 22. bestu tímar ársins í heiminum. Þessi tvö mót eru stærstu mót í íslandshestaheiminum á hverju ári.Á Landsmóti Hestamanna stóð Sveinbjörn sig gríðarlega vel og náði tímanum 7,84 sem skilaði honum 11-12 sæti sem er frábær árangur.Sveinbjörn stóð sig mjög vel á fjölda annarra móta og var sér og Hestamannafélaginu Hring til mikils sóma. Helsti árangur Sveinbjörns á árinu má sjá hér að neðan.2.sæti World Ranking mót Skagiðings (100m skeið, tími 7,67)4.sæti World Ranking mót Skagfirðings (250m skeið, tími 24,46)1.sæti World Ranking mót Léttis (100m skeið, tími 7,98)1.sæti Punktamót Skeiðleikar Skagfirðings (100m skeið, tími 7,61)3.sæti Punktamót Skeiðleikar Skagfirðings (250m skeið, tími 25,41)11-12.sæti Landsmót Hestamanna (100m skeið, tími 7,84)1.sæti Félagsmót Skagfirðings (100m skeið, tími 7,93)1.sæti Líflandsdeild Léttis (60m skeið, tími 5,15)5.sæti Félagsmót Skagfirðins (150m skeið, tími 16,87)3.sæti Stórmót Hrings (250m skeið, 24,78)Jafnframt því að vera keppnisknapi hefur Sveinbjörn sinnt reiðkennslu í hart nær 30 ár og hafa mörg börn og unglingar í sveitarfélaginu stigið sín fyrstu skref í hestamennskunni á námskeiðum hjá Sveinbirni. Fyrir störf sín fyrir Hring hlaut Sveinbjörn heiðursviðurkenningu Hestamannafélagsins Hrings nú í ár.
UMMÆLI