NTC

Tilkynning vegna endurbóta á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri

Tilkynning vegna endurbóta á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri

Endurbætur á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri hefjast í byrjun ágúst. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur birt tilkynningu á vef sínum í tilefni þess sem má lesa í heild hér að neðan:

Þann 6. ágúst n.k. hefjast endurbætur á legudeild geðdeildar SAk sem áætlað er að standi yfir í 6-8 vikur. Á meðan á framkvæmdum stendur þarf að fækka legurýmum um helming og ekki verður möguleiki á öryggisvistunum.

Samhliða fækkun legurýma verður aukin eftirfylgd í dagþjónustu. Búið er að hafa samráð við Landspítala vegna þessa og mögulega þurfa fleiri skjólstæðingar að leggjast inn þar meðan á breytingum stendur.

Það er von okkar að endurbæturnar gangi vel og eru þær liður í að bæta aðbúnað fyrir skjólstæðinga og starfsfólk legudeildar geðdeildar SAk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó