NTC

TikTok-stjarna heillaðist af Skógarböðunum

TikTok-stjarna heillaðist af Skógarböðunum

Breski áhrifavaldurinn Em Sheldon var stödd á Akureyri fyrir stuttu þar sem hún heillaðist sérstaklega af Skógarböðunum í Vaðlaheiði. Sheldon, sem er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Tiktok, birti myndband af sér í Skógarböðunum sem yfir 200 þúsund manneskjur hafa séð.

„Enginn talar um þessa baðlaug en leggðu nafnið á minnið fyrir þína næstu ferð til Íslands! Allir fara í Bláa lónið en hvað með þennan stað?“ skrifar Sheldon um Skógarböðin.

„Þú ert falin í óspilltu umhverfi, vatnið er þægilega heitt og þér líður eins og þú sért úti í náttúrunni.“

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI