Tiffany McCarty semur við Þór/KA

Tiffany McCarty semur við Þór/KA

Bandaríski framherjinn Tiffany Janea McCarty skrifaði í vikunni undir samning við knattspyrnulið Þór/KA. Í tilkynningu á vef Þór/KA segir að Tiffany sé reyndur framherji sem félagið bindur miklar vonir við á komandi tímabili.

Tiffany er fædd 1990 og hefur áður leikið með Selfossi og Breiðabliki hér á landi, samtals 48 leiki og skorað 22 mörk, þar af 33 í efstu deild og átta Evrópuleiki með Breiðabliki. Hún varð bikarmeistari með liðinu og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum á liðnu tímabili. Áður en hún kom til Íslands hafði hún að mestu spilað í heimalandinu, Bandaríkjunum.

Öflugir leikmenn hafa bæst við leikmannahóp Þór/KA undanfarið en á dögunum sneru þær Sandra María Jessen og Andrea Mist Pálsdóttir til baka til félagsins úr atvinnumennsku erlendis.

Sjá einnig: Risasamningar í höfn hjá Þór/KA

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó