Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts hefur styrkt Mótorhjólasafn Íslands um eina milljón króna. Á vef Tíunnar segir að vel hafi gengið að safna fyrir klúbbinn undanfarið sem hafi gert það að verkum að klúbburinn geti stutt við Mótorhjólasafnið sem stendur við Krókeyri á Akureyri.
„Söfn hafa ekki komið vel undan Covid undanfarin ár og tekjur þeirra hafa minnkað verulega. Við vonum sannarlega að þetta hjálpi til því okkur þykir óskaplega vænt um safnið okkar,“ segir á vef Tíunnar.
Tían er enn með happdrætti í gangi sem dregið verður úr þann 20. apríl næstkomandi. Hægt er að kaupa miða hér. Í dag, laugardaginn 8. apríl verður svo páskaeggjaleit fyrir börn á Mótorhjólasafninu klukkan 14. Svo verður páskagleði um kvöldið klukkan 20 fyrir fullorðna.
UMMÆLI