Þyrlur Landhelgisgæslunnar verða staðsettar á Akureyri og í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Þetta er gert til þess að stytta viðbragðstíma gæslunnar. Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is.
„Frá laugardeginum ætlum við að vera með aðra þyrluna staðsetta á Akureyri og þá hina í Reykjavík. Þetta var svona það sem að við vorum að prófa okkur áfram með í fyrra, þá vorum við með þyrlu í Vestmannaeyjum og síðan sömuleiðis á Fiskideginum í fyrra vorum við með þyrlu á Akureyri og þetta voru ráðstafanir sem að gengu mjög vel og hentuðu mjög vel. Með þessu þá erum við að dreifa þyrlunum okkar á þá staði þar sem að er hægt að búast við því að það sé möguleg þörf á þyrlu. Þá erum við bara að stytta viðbragðstímann með þessu,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.
„Það styttir þá viðbragðstímann ef það þarf að sinna einhverju fyrir norðan og austan land að þá er auðvitað þyrlan sneggri frá Akureyri í slíkum tilfellum. Svo erum við með hina í Reykjavík til þess að bregðast fljótt við því sem að myndi þá gerast hérna á suðvesturhorninu, Suðurlandi og síðan Vesturlandi og Vestfjörðum. Það er svona hugsunin á bak við það,“ segir Ásgeir á mbl.is þar sem má finna nánari umfjöllun.
UMMÆLI