Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Akureyri um helgina

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Akureyri um helgina

Þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar verða staðsett­ar á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík um versl­un­ar­manna­helg­ina. Þetta er gert til þess að stytta viðbragðstíma gæsl­unn­ar. Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is.

„Frá laug­ar­deg­in­um ætl­um við að vera með aðra þyrluna staðsetta á Ak­ur­eyri og þá hina í Reykja­vík. Þetta var svona það sem að við vor­um að prófa okk­ur áfram með í fyrra, þá vor­um við með þyrlu í Vest­manna­eyj­um og síðan sömu­leiðis á Fiski­deg­in­um í fyrra vor­um við með þyrlu á Ak­ur­eyri og þetta voru ráðstaf­an­ir sem að gengu mjög vel og hentuðu mjög vel. Með þessu þá erum við að dreifa þyrl­un­um okk­ar á þá staði þar sem að er hægt að bú­ast við því að það sé mögu­leg þörf á þyrlu. Þá erum við bara að stytta viðbragðstím­ann með þessu,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í samtali við mbl.is.

„Það stytt­ir þá viðbragðstím­ann ef það þarf að sinna ein­hverju fyr­ir norðan og aust­an land að þá er auðvitað þyrl­an sneggri frá Ak­ur­eyri í slík­um til­fell­um. Svo erum við með hina í Reykja­vík til þess að bregðast fljótt við því sem að myndi þá ger­ast hérna á suðvest­ur­horn­inu, Suður­landi og síðan Vest­ur­landi og Vest­fjörðum. Það er svona hugs­un­in á bak við það,“ segir Ásgeir á mbl.is þar sem má finna nánari umfjöllun.
  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó