Framsókn

,,Þú ert svo mikill helvítis lúser Katrín“

Leikhópurinn Umskiptingar.

Þetta segir Katrín við sjálfa sig í spegilinn, en hún er þjökuð af útlitsdýrkun og lágu sjálfsmati. Katrín er einn karakterinn í sýningunni Framhjá rauða húsinu og niður stigann, sem er skemmtileg sýning um leiðinlegt fólk, eins og höfundarnir og leikararnir lýsa því.

,,Verkið fjallar um þrjá ófullkomna einstaklinga sem allir reyna að fóta sig í fallvöltum heimi og tekst það misvel. Ásamt Katrínu eru tvær aðrar persónur, önnur þeirra heldur að öll vandamál heimsins leysist með samfélagsmiðlum og skyndilausnum og sú seinni er hræðilegur maður og hrokagikkur sem reynir að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra.“

Sýningin er nýtt íslenskt leikverk, sem er sett upp af nýstofnaða atvinnuleikhópnum Umskiptingum, en hópurinn samanstendur af ungu, menntuðu sviðslistafólki á Norðurlandi Eystra. Það eru þau Birna Pétursdóttir, Jenný Lára Arnórsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason. Verkið var samið af þremur úr hópnum og samnstendur af fyrsta flokks húmor og fyrsta flokks harmi.

Hægt er að fylgjast með leikhópnum á facebook, en þau eru mjög virk að setja inn æfingadagbækur og annað tengt sýningunni.

Frumsýningin verður 24. ágúst næstkomandi í Hlöðunni, Litla-Garði (á móti flugvellinum). Aðrar sýningar eru 31. ágúst og 2. september. Miðasala fer fram hér. 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó